01.09.2018
Sprengimót Óðins verður haldið 15.-16. september næstkomandi í Sundlaug Akureyrar. Mótið er sprettsundsmót og opið fyrir öll félög á landinu.
01.09.2018
Því miður þá hefur póstþjónninn okkar legið niðri síðan á fimmtudag þannig að við höfum ekki getað sent út fyrirhugaðan kynningarpóst um starfið til foreldra yngstu hópanna. En við minnum á að æfingar hjá sundskólanum og Höfrungum í báðum laugum hefjast á mánudag í næstu viku.
27.08.2018
Æfingar hjá krókódílum, framtíðarhópi, úrvalshópi og afrekshópi er nú farnar af stað.. Æfingatímar hópanna haldast nánast óbreyttir frá seinasta vetri en nú má nálgast upfærðar æfingatöflur hér á heimasíðu okkar.
06.08.2018
Sundfélagið Óðinn leitar að faglegum og öflugum einstaklingi til að taka að sér að þjálfa eldri iðkendur með skilgreinda fötlun. Starfið felst í almennri þjálfun í sundi og að fylgja sundmönnum eftir á mót.
02.07.2018
Við hjá Sundfélaginu Óðni erum komin í sumarfrí.
22.06.2018
Hér er tengill á bein úrslit á AMÍ 2018 og bein útsending
24.05.2018
Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi 2018 (AMÍ) verður haldið á Akureyri dagana 22.-24. júní.
22.05.2018
Vorhátíð Óðins verður fimmtudaginn 24. maí kl. 18 á Brekkuskólalóðinni.
03.05.2018
Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram mánudaginn 14. maí kl. 19:30 í teríunni í Íþróttahöllinni.